Kæru foreldrar,
Nú eru bara örfáir dagar til stefnu. Eins og við ræddum um í síðustu viku ætlum við að halda síðasta fundinn með strákunum og foreldrum rétt fyrir ferðina. Sá fundur verður haldin n.k. sunnudagskvöld kl 19:30 í Fram heimilinu. Þá fá strákarnir tækifæri, og ekki síst þið foreldrar, að hitta liðstjórana, liðsfélaga og aðra foreldra. Talað var um að halda fundinn á mánudeginum en þar sem eitthvað er um að fólk verði farið til Eyja þá höfum tekið ákvörðun að hald fundinn á sunnudagskvöldinu því mikilvægt er að allir mæti á fundinn.
Við munum fara yfir skipulag ferðarinnar, leikskrá, reglur og önnur mál. Þjálfararnir Tóti og Villi verða einnig á fundinum með okkur.
Það er því mikilvægt að allir mæti á sunnudagskvöld. Ef þið sjáið ykkur ekki fært á að mæta vinsamlega látið okkur vita.
Það hafa borist nokkrar spurningar til okkar varðandi fargjald með Herjólfi. Við vildum því koma þeim upplýsingum á framfæri að börn undir 12 ára aldri fá frítt í Herjólf, því hefur það ekki áhrif á mótsgjöld ef börn fara ekki í Herjólfi með liðinu.
Hlökkum til að sjá ykkur á fundinum á sunnudagskvöldið kl. 19:30
Bestu kveðjur
Foreldraráð 6 flokks
Wednesday, June 16, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment