Kæru foreldrar / forráðamenn
Eins og áður hefur komið fram þá stefnum við í 6 flokki á tvö stór mót næsta sumar en það eru Shell-mótið í Eyjum sem haldið verður dagana 23. – 27. júni og Króksmótið sem verður líklega haldið í ágúst líkt og undanfarin 3 ár, nánar tiltekið helgina eftir verslunarmannahelgi. Þar sem Shell-mótið er stórt í sniðum hefur foreldra-ráðið nú þegar hafið undirbúning fyrir mótið en það er margt sem þarf að hugsa um eins og fram kom á fundi sem haldinn var 9. nóvember sl. Meðfylgjandi þessu bréfi er skráningarblað fyrir Shellmótið 2010. Fram hefur aðeins 4 lið örugg á mótið, ca. 40 stráka. Vonandi fáum við að skrá fleiri lið en það fer einnig eftir hvað margir skrá sig hjá okkur. Lokafrestur til að skrá sig á Shell-mótið er 15. desember og er öruggast að skrá sig sem fyrst.
Með hverju liði í Eyjum eru 2 liðsstjórar sem fylgja liðinu alltaf. Á skráningarblaðinu er einnig óskað eftir að þeir foreldrar sem vilja gefa kost á sér sem liðsstjórar (með liði síns barns) haki við þann reit. Einnig ætlum við í foreldraráði að virkja alla foreldra vel fyrir Eyjamótið þannig að allir hafi sitt hlutverk og þannig stefnum við á að auka samheldni foreldra í leiðinni. Markmiðið er að gera þetta mót skemmtilegt fyrir alla, börn sem fullorðna. Eins og Jónas Sigurðsson (sem er í mótsstjórn Shellmótsins) greindi frá á fyrrnefndum fundi þá er um margt að hugsa og nauðsynlegt að allir standi saman til að gera gott mót enn betra.
Með hverju liði þarf:
• 2 liðsstjóra
• 1 bloggara sem sér um að koma myndum og upplýsingum á netið
(1 fyrir öll liðin)
• Ljósmyndara fyrir hvert lið sem kemur myndunum til bloggarans
• Matráð sem sér um að taka til nesti svo strákarnir séu alltaf með eitthvað
til að bíta í á milli leikja. Þeir fá auðvitað morgun-, hádegis- og
kvöldmat á mótinu.
• Bílstjóra – foreldrar á bíl eru vinsamlegst beðnir um aðstoða liðin að
komast á milli staða þar sem þetta eru langir dagar hjá strákunum og
vegalengdirnar eru nokkuð miklar fyrir þreytta stráka (og liðstjóra ;) )
• Foreldra sem tilbúnir eru að leysa af og fylgja liðinu í mat, sund og hjálpa
við að koma drengjunum í svefn.
• Stuðningsmann nr.1
• Og síðast en ekki síst þurfa strákarnir á því að halda að allir foreldrar
hvetji liðin í blíðu og stríðu með bros á vör og hjálpi til við að halda
uppi góðum móral. Mótið snýst ekki aðeins um að vinna leiki heldur einnig
að hafa gaman sama hvernig sem leikirnir fara. Loks væri líka skemmtilegt
ef foreldrar Framaranna okkar væru eitthvað merktir á hliðalínunni, hvort
svo sem það sé með trefla, derhúfur, fána eða bara bláklædd :)
Við viljum minna foreldra á að ef þeir ætla á Shell mótið með drengnum sínum þá þarf að fara að hugsa um gistingu strax þar sem fólk er þegar farið að taka frá gistirými. Það er einnig mjög sniðugt að foreldrar taki sig saman og leigi hús eða íbúð, sé þess kostur.
Byrjað verður að skrá í Herjólf 1. janúar 2010 og mælum við eindregið með að skrá sig fljótlega eftir að skráning hefst, sérstaklega ef fólk ætlar að komast með bíla og tjaldvagna. Verum tímalega í þessu í ár og látið endilega vita af lausu gistiplássi ef þið vitið um. Það má gera með því að senda skilaboð á stjórnina
fram6flokkur@gmail.com eða skrifa á blogg foreldraráðsins.
Eins og oft hefur verið gert fyrir stór mót og verður vonandi einnig núna ef fjárhagur leyfir, einhverskonar Framfatnaður með í mótsgjaldinu t.d. peysa eða regnslá. Við þurfum að sjá hvaða svigrúm við höfum til þessa en við viljum endilega benda fólki á að það er tilvalið að biðja afa og ömmur að gefa drengjunum t.d. nýja Framgallann, treyju eða buxur í jólagjöf.
Hefðbundin fjáröflun 6. flokks hefst að krafti 1. mars þ.e.a.s. klósettpappírsala, dósasöfnun og þessháttar. Frjóar hugmyndir um fjáröflun eru vel þegnar. Áhrifaríkt gæti verið að selja eitthvað óhefðbundið eða gera eitthvað öðruvísi sem gæti þá hafist fyrr en forsenda þess er að ekki verði farið inn á sölusvið handboltans. Við í foreldraráði tökum glöð á móti öllum hugmyndum.
Svo við snúum okkur að öðru þá erum við í foreldraráði að vinna í að fá sameiginlegar æfingar hjá drengjunum. Eins og þið vitið þá er Fram bæði með æfingar í Safarmýri og í Grafarholti og þar sem við erum eitt félag og strákarnir spila saman sem eitt félag er nauðsynlegt að þeir fái að æfa meira saman. Vonandi fáum við því framgengt að hafa sameiginlegar æfingar einu sinni í viku og mun það skýrast betur á næstu vikum.
Stefnt er að því að hafa sameiginlega æfingu í desember þar sem strákarnir og foreldrar hittast eftir æfingu og gera eitthvað skemmtilegt saman. Strákarnir horfi e.t.v. á mynd og við foreldrarnir fáum tækifæri að fá okkur kaffi og ræða saman. Æfingin verður haldin fimmtudaginn 10. Desember nk. í Safamýrinni og á eftir förum við í stóra salinn í Framheimilinu. Hugmyndin er að byrja aðeins á fjáröflun þarna og selja kaffibollan á 100 kr. Það mun vera send tilkynning um þetta þegar nær dregur.
Endilega fylgist hér með á síðunni en þar getið þið líka sent okkur fyrirspurnir og hugmyndir.
Bestu kveðjur
Foreldraráð 6 flokks knattspyrnu
Shellmótið 2010
23. - 27. júní
Miðvikudagur 23. júní er komudagur
fimmtudagur 24. júní er 1. keppnisdagur
föstudagur 25. júní er 2. keppnisdagur
laugardagur 26. júní er 3 keppnisdagur og úrslitaleikir
sunnudagur 27. júní er heimferðardagur
23. - 27. júní
Miðvikudagur 23. júní er komudagur
fimmtudagur 24. júní er 1. keppnisdagur
föstudagur 25. júní er 2. keppnisdagur
laugardagur 26. júní er 3 keppnisdagur og úrslitaleikir
sunnudagur 27. júní er heimferðardagur
Fjöldi liða verður að hámarki 96 lið.
Foreldrar á mótinu
1. Foreldrar eiga lika að mæta timanlega á alla atburði.
2. Áhersla er lögð á að foreldrar horfi á alla leiki síns félags, ef kostur er.
3. Hvetjum liðið okkar og félagið okkar, ekki einstaka leikmenn og látið dómarann í friði.
4. Fararstjórn hvers félags deilir verkefnum á sína foreldra.
Ef ykkur vantar verkefni, talið við fararstjórn ykkar félags, ekki vaða í neitt án samráðs við fararstjóra.
5. Ef foreldri þarf að kvarta við mótsstjórn eða gera einhverja athugasemd við framkvæmd mótsins, þá skal fara með þessa kvörtun til yfirfararstjóra viðkomandi félags. Yfirfararstjóri leggur svo málið fyrir mótsstjórn, ef ástæða er til. Virðið úrskurði fararstjóra og mótsstjórnar.
6. Foreldrar fá næg verkefni á svona móti. Vel skipulagður hópur deilir verkefnum á foreldra og gætir þess að allir fái góð frí inn á milli.
Foreldrar á mótinu
1. Foreldrar eiga lika að mæta timanlega á alla atburði.
2. Áhersla er lögð á að foreldrar horfi á alla leiki síns félags, ef kostur er.
3. Hvetjum liðið okkar og félagið okkar, ekki einstaka leikmenn og látið dómarann í friði.
4. Fararstjórn hvers félags deilir verkefnum á sína foreldra.
Ef ykkur vantar verkefni, talið við fararstjórn ykkar félags, ekki vaða í neitt án samráðs við fararstjóra.
5. Ef foreldri þarf að kvarta við mótsstjórn eða gera einhverja athugasemd við framkvæmd mótsins, þá skal fara með þessa kvörtun til yfirfararstjóra viðkomandi félags. Yfirfararstjóri leggur svo málið fyrir mótsstjórn, ef ástæða er til. Virðið úrskurði fararstjóra og mótsstjórnar.
6. Foreldrar fá næg verkefni á svona móti. Vel skipulagður hópur deilir verkefnum á foreldra og gætir þess að allir fái góð frí inn á milli.
Foreldrar heima
1. Ferð á Shellmót er oft fyrsta ferð barns að heiman án foreldra.Fylgist með öllu mótinu í gegnum vefinn og lofið krakkanum að upplifa fyrstu ferðina að heiman.
2. Myndir og allar upplýsingar um úrslit birtast á vefnum.
3. Ertu með nafn og símanúmer fararstjóra?
4. Með tilkomu farsíma er auðvelt að ná símasambandi við hvern hóp á Shellmótinu.Venjan er að láta krakkana í friði og ekki tala við þá á meðan á mótinu stendur.
Samgöngur
Hægt er að komast til Eyja ýmist með ferju eða flugi.
Ferja
Herjólfur siglir alla daga milli Eyja og Þorlákshafnar. Ferð með Herjólfi tekur 2 klukkutíma og 45 mínútur.
Símar :481 2800 og 488 2800sjá nánar á http://www.herjolfur.is/
Hægt er að komast á Þorlákshöfn frá Reykjavík með því að taka rútu 3a frá BSÍ, eða með því að keyra austur um þrengslin. Rútan fer frá BSÍ c.a. klukkutíma fyrir brottför Herjólfs, og er ferðin um 45 mínútur að lengd.
sjá nánar á http://www.bsi.is/
Flug
Landsflug flýgur daglega milli Eyja og Reykjavíkur, sjá nánar á http://www.flugfelag.is/. Flug frá Reykjavík tekur um 25 mínútur.
Flugfélag Vestmannaeyja býður upp á flug frá ýmsum stöðum á Suðurlandi til Vestmannaeyja.
Flugtími á milli Vestmannaeyja og lendingarstaða á suðurlandi er sem hér segir:
· Bakki 05 mín
· Hella 14 mín
· Selfoss 20 mín
· Skógar 15 mín
Nánar er hægt að lesa um Flugfélag Vestmannaeyja á http://www.eyjaflug.is/.
Upplýsingar Varðandi gistingu
Upplýsingamiðstöð ferðamála
http://http://tourinfo@eyjar.is
http://http://tourinfo@vestmannaeyjar.is
http://http://www.vestmann/aeyjar.is
Ferðaupplýsingavefurinn Visit Vestmannaeyjar, http://www.visitwestmanislands.com/
Gististaðir
• Hotel Eyjar,Bárustíg 2,. 481-3636, 895-8350.http://www.hoteleyjar.eyjar.is/ vip@eyjar.is
• Hotel Þórshamar,Vestmannabraut 28,. Guesthouse Hamar, Herjólfsgötu 4,. Guesthouse Hótel Mamma, Vestmannabraut 25, Guesthouse Sunnuhóll, (farfuglaheimili) Vestmannabraut 26 Sími: 481 2900, Fax 481 1696 http://www.hotelvestmannaeyjar.is/ e-mail thorshamar@simnet.is
• Gistihúsið Hvíld, Höfðavegi 16, s,481-1230, 898-9673. http://www.simnet.is/hvild/
• Gistihúsið Heimir, Heiðarvegi 1,. 481-2929, 863-0530. fax 481-2912
• Gistihúsið Árný,Illugagötu 7,. 481-2082, 899-2582. fax 481-2082
• Gistihúsið Hreiðrið, Faxastíg 33,.4811045, 6998945, eyjamyndir@isholf.is http://tourist.eyjar.is/
• Gistihúsið Kirkjuvegi 28,. 864-4020, 567-0790.
• Gistihúsið RB gisting, Kirkjuvegi 10a,. 481-1569, 481-2009/ 897-7539.
• Smáhýsi, Ofanleiti,. 4811109, 695-2309. http://smahysi.ofanleiti.com/ - ofanleiti@isl.is
• Eyjabústaðir,Ofanleiti,. 864-2064, http://www.internet.is/bustadir - bustadir@internet.is
• Hotel Eyjar,Bárustíg 2,. 481-3636, 895-8350.http://www.hoteleyjar.eyjar.is/ vip@eyjar.is
• Hotel Þórshamar,Vestmannabraut 28,. Guesthouse Hamar, Herjólfsgötu 4,. Guesthouse Hótel Mamma, Vestmannabraut 25, Guesthouse Sunnuhóll, (farfuglaheimili) Vestmannabraut 26 Sími: 481 2900, Fax 481 1696 http://www.hotelvestmannaeyjar.is/ e-mail thorshamar@simnet.is
• Gistihúsið Hvíld, Höfðavegi 16, s,481-1230, 898-9673. http://www.simnet.is/hvild/
• Gistihúsið Heimir, Heiðarvegi 1,. 481-2929, 863-0530. fax 481-2912
• Gistihúsið Árný,Illugagötu 7,. 481-2082, 899-2582. fax 481-2082
• Gistihúsið Hreiðrið, Faxastíg 33,.4811045, 6998945, eyjamyndir@isholf.is http://tourist.eyjar.is/
• Gistihúsið Kirkjuvegi 28,. 864-4020, 567-0790.
• Gistihúsið RB gisting, Kirkjuvegi 10a,. 481-1569, 481-2009/ 897-7539.
• Smáhýsi, Ofanleiti,. 4811109, 695-2309. http://smahysi.ofanleiti.com/ - ofanleiti@isl.is
• Eyjabústaðir,Ofanleiti,. 864-2064, http://www.internet.is/bustadir - bustadir@internet.is
Tjaldsvæði eru í Herjólfsdal og við Þórsvöll
Við ÞórsvöllÁ tjaldsvæðinu er þjónustuhús með eldunaraðstöðu, þvotta- og þurrkaðstöðu og salernistöðu. Á svæðinu er rafmagn og vatn fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Á svæðinu eru útigrill til afnota fyrir tjaldsvæðagesti.Leiksvæði fyrir börn er til staðar.Þetta tjaldsvæði opnaði sumarið 2007.Verðið er 700 kr. á mann fyrir 12 ára og eldri.
Stutt er í þjónustu frá tjaldsvæðinu við Þórsvöll 250 m í sundlaug og íþróttamiðstöðina.350 m í matvöruverslun.150 m í golfvöll
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 692-6952.
Í HerjólfsdalÁ tjaldsvæðinu er þjónustuskáli með eldunaraðstöðu, þvotta- og þurrkaðstöðu. Salernisaðstaða ásamt sturtum er innifalin í verðinu. Á svæðinu er rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði fyrir börn er til staðar.Verðið er 700 kr. á mann fyrir 12 ára og eldri.Nánari upplýsingar eru veittar í síma 692-6952.
Áhugaverða síður:
http://www.shellmot.is/
http://http://www.vestmannaeyjar.is/
http://www.visitwestmanislands.com/
http://www.herjolfur.is/
No comments:
Post a Comment