Við viljum byrja á því að þakka fyrir góða mætingu á sameiginlegu æfinguna í gær. Það var gaman að sjá hve margir foreldrar mættu með strákunum.
Strákarnir voru vonandi ánægðir með óvæntu uppákomuna, þ.e. að fá að spila með meistaraflokknum. Virkilega flott hjá strákunum í meistaraflokknum og góð mæting hjá þeim. Þeir eiga virkilega gott hrós skilið fyrir að gefa sér tíma að koma og spila með 6 flokks strákunum okkar sem stóðu frábærlega í gær.
En enn og aftur takk fyrir gærdaginn. Nú fer að líða að jólum og það fer að koma jólafrí hjá drengjunum þannig við hittumst hress á næsta ári.
Gleðileg Jól
Foreldraráð 6 flokks
p.s. ekki hika við að koma með athugasemdir eða ábendingar inn á síðuna við viljum endilega fá að heyra frá ykkur.
Friday, December 11, 2009
Wednesday, December 9, 2009
Sameiginleg æfing 10 desember
Á morgun fimmtudaginn 10 desember verður sameiginlega æfing í Safamýri.
Æfingin byrjar kl. 16 en eftir æfingu munu strákarnir horfa á mynd og fá sér pizzu saman. Aðeins að hrista hópinn saman svona rétt fyrir jólafríið.
Strákarnir þurfa að taka með sér 500 kr. fyrir pizzunni.
Við hjá foreldraráði viljum einnig hvetja alla foreldra til að kíkja líka, þetta er gott tækifæri fyrir okkur til að hittast og spjalla. Um 5 leytið verðum við með vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Foreldraráðið
Við viljum minna ykkur á að lokaskráning á Shellmótið í Eyjum er 15 desember nk. Endilega drífa sig að skrá drengina.
Æfingin byrjar kl. 16 en eftir æfingu munu strákarnir horfa á mynd og fá sér pizzu saman. Aðeins að hrista hópinn saman svona rétt fyrir jólafríið.
Strákarnir þurfa að taka með sér 500 kr. fyrir pizzunni.
Við hjá foreldraráði viljum einnig hvetja alla foreldra til að kíkja líka, þetta er gott tækifæri fyrir okkur til að hittast og spjalla. Um 5 leytið verðum við með vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Foreldraráðið
Við viljum minna ykkur á að lokaskráning á Shellmótið í Eyjum er 15 desember nk. Endilega drífa sig að skrá drengina.
Subscribe to:
Posts (Atom)