Friday, December 11, 2009

Gleðileg Jól

Við viljum byrja á því að þakka fyrir góða mætingu á sameiginlegu æfinguna í gær. Það var gaman að sjá hve margir foreldrar mættu með strákunum.
Strákarnir voru vonandi ánægðir með óvæntu uppákomuna, þ.e. að fá að spila með meistaraflokknum. Virkilega flott hjá strákunum í meistaraflokknum og góð mæting hjá þeim. Þeir eiga virkilega gott hrós skilið fyrir að gefa sér tíma að koma og spila með 6 flokks strákunum okkar sem stóðu frábærlega í gær.
En enn og aftur takk fyrir gærdaginn. Nú fer að líða að jólum og það fer að koma jólafrí hjá drengjunum þannig við hittumst hress á næsta ári.

Gleðileg Jól

Foreldraráð 6 flokks

p.s. ekki hika við að koma með athugasemdir eða ábendingar inn á síðuna við viljum endilega fá að heyra frá ykkur.

No comments:

Post a Comment