Wednesday, December 9, 2009

Sameiginleg æfing 10 desember

Á morgun fimmtudaginn 10 desember verður sameiginlega æfing í Safamýri.
Æfingin byrjar kl. 16 en eftir æfingu munu strákarnir horfa á mynd og fá sér pizzu saman. Aðeins að hrista hópinn saman svona rétt fyrir jólafríið.
Strákarnir þurfa að taka með sér 500 kr. fyrir pizzunni.

Við hjá foreldraráði viljum einnig hvetja alla foreldra til að kíkja líka, þetta er gott tækifæri fyrir okkur til að hittast og spjalla. Um 5 leytið verðum við með vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Foreldraráðið

Við viljum minna ykkur á að lokaskráning á Shellmótið í Eyjum er 15 desember nk. Endilega drífa sig að skrá drengina.

No comments:

Post a Comment