Sunday, June 27, 2010


Sælir foreldrar

Því miður vorum við ekki í tölvusambandi á meðan við vorum í Eyjum. Og eins og alltaf var í nógu að snúast og ótrúlega gaman.
Það gekk frábærlega vel hjá Frömurum í ár og komum við heim með 2 bikara, eitt silfursæti og 2 brons. Frábær árangur hjá öllum okkar strákum sem börðust eins og ljón alla helgina og voru glaðir og kátir sama hvernig fór í leikjunum.

Lið 2 og 4 urðu í fyrsta sæti í sínum riðlum (Álseyjarbikarinn og Eldfellsbikarinn)

Lið 5 varð í 2 sæti eftir 1-1 jafntefli (Stjarnan skoraði á undan) (Ystaklettsbikarinn)

Lið 1 og 3 urðu í 3 sæti í sínum riðlum (Shellmótsbikarinn og Suðureyjarbikarinn)

Lið 6 var í 5 sæti í sínum riðli (Ystaklettsbikarinn)

Viktor Gísli var valinn í Landsliðið fyrir Landsleikinn á mótinu og skoraði hann mark í þeim leik.

Tryggvi Snær og Stefán Árni Geirssynir voru síðan báðir valdir í Shellmótslið Shellmótsins 2010 og vorum við eina liðið með tvo leikmenn í því liði. Frábært hjá ykkur strákar.

Okkur hjá foreldraráði 6 flokks langar til að þakka strákunum okkar fyrir frábært mót þið voruð æðislegir. Okkur langar líka að þakka þjálfurunum okkar Tóta og Villa fyrir sitt starf, öllum foreldrum sem hjálpuðu okkur og stóðu við bakið á strákunum eins og klettur. Þetta var frábært að sjá hvernig þetta var eins og vel smurð vél hjá okkur í Eyjum. Ég vona að allir hafi verið ánægðir með mótið og strákarnir sáttir.

Það var tekið fullt af myndum í Eyjum og stóðu myndatöku menn hvers liðs sig frábærlega. Verið er að vinna að því að koma öllum myndum inn á netið. Endilega þeir sem eiga góðar myndir af strákunum komið þeim til okkar svo við getum komið þessu öllu inn. Hermann er að sjá um að koma þessu inn á netið fyrir okkur og vonandi fáum við að sjá afraksturinn fljótlega. Þetta eru ansi margar myndir en vonandi kemst þetta allt inn.

Takk fyrir allt strákar, þjálfarar og foreldrar.


Fyrir hönd foreldrafélags 6 flokks
Sigrún Edda


3 comments:

  1. Takk sömuleiðis. Þetta var alveg frábært frá upphafi til enda og drengurinn alsæll með mótið!

    Kær kveðja, Harpa

    ReplyDelete
  2. Takk fyriri gott mót! Við viljum þakka liðsstjórum sérstaklega fyrir frábært starf :) og ykkur í foreldraráðinum sem hafa staðið í ströngu!

    hér er linkur í myndir sem við tókum af Fram 1
    http://gallery.me.com/agusta4#100008

    bestu kveðjur
    Ágústa og Haddi

    ReplyDelete
  3. og fleiri myndir:
    http://gallery.me.com/agusta4#100033&bgcolor=black&view=grid

    ReplyDelete