Sæl öll
Nú er að fara að koma að Króksmótinu en það verður helgina 6 - 8 ágúst nk. Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem eru skráðir á mótið. Enn er hægt að bæta við nokkrum strákum þannig endilega látið vita ef þið hafið áhuga á að skrá drenginn.
Elli
Friðrik örn
Viktor Andri Hermannsson
Aron Snær
Alexander Batt
Halldór Bjarki
Theodór
Hermann Björn
Ómar Örn
Viktor Gísli
Jón Haukur
Þorsteinn Magnúsar
Arnar Þór
Svavar Már
Ingvar Breki
Tómas
Már
Tryggvi
Stefán
Óli Haukur
Hilmar
Hjalti
Unnar
Andri Hrafn
Balvin
Gummi
Aron Andri
Eldur
Ingi Rúnar
Kári
Þrándur Orri
Fjögur lið eru skráð til leiks hjá 6 flokki í ár. Haldin verður fundur á þriðjudeginum fyrir mótið, 3 ágúst nk. í Framheimilinu, við munum senda póst aftur þegar nær dregur.
Mótsgjaldið verður 10.000 kr. Greiða þarf mótsgjaldið fyrir fundinn sem haldinn verður 3 ágúst nk eða vera í sambandi við okkur fyrir fundinn.
Banki 0372-13-701802 kt. 010480-2219 mjög nauðsynlegt er að kennitala barns komi fram í skýringu.
Við munum gista í tónlistarhúsinu eins og 2 síðustu ár og mun 7 flokkur vera þar líka. Æskilegt er að allir strákarnir í 6 flokk gisti í tónlistarhúsinu. Mjög góð aðstaða er þar og erum við verulega ánægð að fá það húsnæði aftur. Dagskrá mótsins er komin inn á heimasíðu Tindastóls http://www.tindastoll.is/index.php?pid=1843 . Mæting er á föstudeginum og munu 6 og 7 flokkur hafa sameiginlega grillveislu, þar sem boðið verður upp á hamborgara og pylsur, hjá Tónlistarskólanum á föstudeginum kl. 19:30 og hvetjum við því alla að vera komin á Krókinn og taka þátt.
Eins og alltaf fyrir mót munum við þurfa að safna einhverjum mat fyrir strákana til að hafa nesti fyrir þá. Eitthvað kex eigum við eftir síðan á Eyjamótinu og mun það fara með okkur á Krókinn. Ef einhver getur aðstoðað okkur að redda brauði, áleggi, drykkjum eða ávöxtum fyrir Fram endilega látið okkur vita. 6 og 7 flokkur munu vera með sameiginlegt matartjald og mun 7 flokkur sjá um grillveisluna á föstudeginum. Auðvitað er einnig vel þegið að fá heimabakað góðgæti. Endilega sendið okkur póst ef þið getið reddað einhverju.
Ef einhverjir hafa áhuga á að taka að sér liðstjórn og gista með strákunum þá megið þið endilega senda okkur póst.
Hlökkum til að sjá ykkur hress á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgina.
Bestu Kveðjur
Foreldraráð 6 flokks Fram
Wednesday, July 28, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Getur verið að það sé innsláttarvilla í kennitölu eiganda bankareikningsins? Fæ villumeldingu þegar ég reyni að borga.
ReplyDeleteBkv. Ásthildur