Wednesday, August 4, 2010

Króksmótið 2010

Sæl öll

Eins og fram kom á fundinum verður grillveisla haldin fyrir framan tónlistarskólan, þar sem við gistum, á föstudeginum og hefur hún verið færð til kl. 20. Við byðjum alla að vera komna með börnin í hús milli 9 og 10 í síðasta lagi. Lið 1 og 2 munu gista saman í herbergi og lið 3 og 4 en 7 flokkur fær salinn.

Búið er að tilkynna liðin inn á heimasíðu Tóta.

Ef drengurinn ykkar ætlar ekki að gista í Tónlistarhúsinu með liðinu og þið voruð ekki á fundinum í gær vinsamlegast látið liðstjóra vita.
Liðstjóri í liði 1 verður Kristín (mamma Tryggva og Stefáns) S.860 8895
Liðstjóri í liði 2 verður Stefán (pabbi Kára) S. 894 0112
Liðstjóri í liði 3 verður Ottó (pabbi Svavars) S. 821 3950
Liðstjóri í liði 4 verður Hermann (pabbi Viktors) S.618 0090
Það verða tveir liðstjórar með hverju liði en þetta eru þeir sem gista með liðunum í tónlistarhúsinu.

Mjög mikilvægt er að drengirnir séu með Fram stuttbuxur og Fram sokka til að spila í. Einnig er skylda að vera í legghlífum.
Fótboltaskór
Legghlífar
Fram stuttbuxur
Fram sokkar
Framföt ef þeir eiga
Regnföt
Sundföt og handklæði
Svefnpoka
Dýnu (einbreiða eða 2 saman á stærri dýnu)
Tannbursti
Frambuff f. skrúðgönguna ef þeir eiga

Vinsamlegast merkið fötin vel.

Sælgæti, gos, tölvuspil og fótboltaspil eru bönnuð á mótinu.

Ekki er komið inn á heimasíðu Tindastóls hvenær liðin eiga að keppa en keppni hefst á laugardeginum kl. 9:30 en setningarathöfnin er kl 8:30. Mótslit eru kl 16 á sunnudeginum.

Við viljum minna þá á sem eiga eftir að ganga frá greiðslu að gera það sem fyrst.

Ef einhverjar spurningar eru endilega sendið okkur póst annars sjáumst við bara hress á föstudaginn.


Bestu kveðjur
Foreldraráð 6 flokks

No comments:

Post a Comment