Við viljum byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs.
Nú er foreldraráðið að hefja störf eftir hátíðarnar og okkar fyrsta verkefni var að skoða stöðuna á Herjólfi. Eins og kom fram á foreldrafundinum sem haldin var í lok síðasta árs er gott að vera snemma í því að panta sér far með Herjólfi til Eyja, einnig kom upp sú hugmynd að reyna að gera hóppöntun fyrir foreldra og reyna þannig að fá miðana ódýrari. Við erum búin að hafa samband við Eimskip og það er ekki byrjað að bóka á Herjólf í sumar þar sem framkvæmdir á Bakka eru á undan áætlun og þeir vilja fá það fyrst á hreint hvaðan siglt verður í sumar. Við eigum því að vera í sambandi við Eimskip eftir 15 janúar n.k. og vonandi verður þá komið á hreint hvernig þetta verður.
Við viljum byðja þá foreldra sem hafa áhuga á að vera með í þessari hóppöntun að láta okkur vita, s.s. fjölda miða og ef það á að panta f. bíl. Endilega kommentið hér á síðunni eða sendið okkur póst, það er gott að hafa einhverja hugmynd um hvað margir hafi áhuga að vera með ef þetta er möguleiki.
Bestu kveðjur
Foreldraráðið
Tuesday, January 5, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott hjá ykkur
ReplyDelete